Spenna á toppnum í kvennaboltanum
Keflvíkingar höfðu betur gegn Blikum og deila toppsætinu áfram
Áfram sitja Keflvíkingar á toppi Domino’s deildar kvenna í körfubolta eftir sigur gegn Blikum 100-85 í Sláturhúsinu. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en leiðir skildu í þeim síðari þegar toppliðið sýndi klærnar. Dinkins var í stuði að vanda og hlóð í þrennu hjá Keflvíkingum, 29 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Salbjörg Sævarsdóttir átti einnig glimrandi leik, skoraði 21 stig tók 11 fráköst og varði 4 skot.
Keflvíkingar deila toppsætinu með Snæfellskonum og KR-ingum en næsti leikur Keflvíkinga er einmitt gegn Vesturbæingum þann 5. janúar.
Keflavík: Brittanny Dinkins 29/13 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/11 fráköst/4 varin skot, Irena Sól Jónsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 10, María Jónsdóttir 8, Embla Kristínardóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Birna Valgerður Benónýsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0.