Sparisjóðurinn gefur Keflavíkur-hjálma
Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags hefur í samvinnu við Sparisjóðinn í Keflavík og umferðaráð látið hanna eitt hundrað reiðhjólahjálma sem merktir eru félaginu, svo kallaða Keflavíkur-hjálma. Það var Sparisjóðurinn í Keflavík sem sá um kostun hjálmanna og var það Geirmundur Kristinsson Sparisjóðsstjóri sem afhenti Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur, hjálmana að því tilefni.
Keflavíkur-hjálmarnir verða seldir í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108 og mun framkvæmdastjóri félagsins annast söluna. Hjálmurinn kostar aðeins 1000 kr. en hann er framleiddur í Finnlandi.
Keflavíkur-hjálmarnir verða seldir í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108 og mun framkvæmdastjóri félagsins annast söluna. Hjálmurinn kostar aðeins 1000 kr. en hann er framleiddur í Finnlandi.