Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sparisjóðsmótið í sundi um helgina
Þriðjudagur 8. maí 2007 kl. 12:28

Sparisjóðsmótið í sundi um helgina

Um helgina fer fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ Sparisjóðsmótið í sundi á vegum sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur undir merkjum ÍRB. Mótið er nokkuð stærra og veglegra en undanfarin ár og er von á um 300 keppendum á mótið. 

 

Keppt verður í flokki 13 ára og eldri kk. og kvk., flokki sveina og meyja (11-12 ára) og í hnokka og hnátuflokki (10 ára og yngri). Búast má við miklu fjöri þar sem margir yngri sundmenn eru að keppa í fyrsta sinn og þar sem hin eldri og reyndari eru að reyna við lágmörk á Aldursflokkameistaramót Íslands sem haldið er í sumar ásamt því að keppa um glæsileg verðlaun sem í boði eru.

 

Syntar eru undanrásir og úrslit í öllum 200m greinum og þar komast 6 sundmenn í úrslit í opnum flokki karla og kvenna og 6 sundmenn í flokki 13 – 14 ára, telpna og drengja en bein úrslit eru í öllum öðrum greinum.

 

Nokkur liðanna munu gista í Reykjanesbæ um helgina og má búast við Evróvision stemmingu í röðum þeirra, þar sem keppnin verður sýnd á breiðtjaldi. Heiða (í Unun) mun svo koma og skemmta keppendum og áhorfendum og ýmislegt fleira verður til gamans gert. 

 

Fólk er hvatt til að líta við í Sundmiðstöðinni um helgina og sjá krakkana spreyta sig í hinum ýmsu keppnisgreinum en mótið verður frá kl. 9-11.30 báða dagana (eldri), 12.30-16.00 báða dagana (yngri) og svo verða spennandi úrslitahlutar frá kl. 17-18.30 báða dagana.

 

Hægt verður að fylgjast með úrslitum af mótinu á síðum félaganna

 

www.keflavik.is/sund og www.umfn.is/sund

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024