Föstudagur 21. maí 2004 kl. 11:40
Sparisjóðsmótið í sundi á morgun
Sunddeild Keflavíkur stendur fyrir sundmóti ásamt Sparisjóði Keflavíkur á morgun, laugardag.
Mótið fer fram í Sundmiðstöðinni í Keflavík, en upphitun hefst kl. 08.00 og mótið sjálft kl. 09.30. Búist er við rúmlega 100 keppendum á aldrinum 7 til 12 ára frá um 10 félögum.