Spænskur miðherji til liðs við Keflavík
Taka á móti KR-ingum í Blue-höllinni
Keflvíkingum hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í Domino's deild karla í körfuboltanum. Javier Mugica Seco, 35 ára Spánverji er kominn til liðsins á reynslu en hann er tveggja metra miðherji. Javier hefur bróðurpart ferilsins spilað í næst efstu deild á Spáni. Hann lék í Bretlandi um tíma og er sagður fjölhæfur leikmaður með mikinn leikskilning. Javier kom til landsins í nótt og verður að öllum líkindum kominn með leikheimild gegn KR en sá leikur fer fram á morgun föstudag á heimavelli Keflvíkinga.