Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Spænsk þrenna hjá Grindvíkingum
Fimmtudagur 12. maí 2016 kl. 13:26

Spænsk þrenna hjá Grindvíkingum

Grindvíkingar eru duglegir við að styrkja sig í fótboltanum en að undanförnu hafa þeir fengið tvo erlenda leikmenn til liðs við sig. Nú sömdu þeir við spænska framherjann Juan Manuel Ortiz, en hinn 29 ára gamli Juan Ortiz spilaði síðast með Socuéllamos í spænsku C-deildinni. Fótbolti.net greinir frá.

Í síðustu viku fengu Grindvíkingar svo spænska varnarmanninn Edu Cruz í sínar raðir en fyrir hjá félaginu er spænski miðjumaðurinn Rodrigo Gomes.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024