Spáð í spilin: UMFG–Valur
Leikur Grindavíkur og Vals fer fram á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 19:15. Víkurfréttir fengu nokkra boltafræðinga til þess að spá í spilin.
Haukur Ingi Guðnason, knattspyrnumaður hjá Fylki:
„Ég held að leikurinn fari 2-2, og að Maggi Þorsteins og Eysteinn, gömlu Keflvíkingarnir skori fyrir Grindavík og að Matthías Guðmundsson og Gummi Ben skori fyrir Val.“
Oddgeir Karlsson ljósmyndari og fyrrum leikmaður UMFN í knattspyrnu:
„Það fer 1-2 fyrir Valsmönnum en Magnús Þorsteinsson skorar fyrir Grindavík.“
Páll Axel Vilbergsson, landsliðsmaður í körfuknattleik:
„Þetta er erfitt, ég spái 1-0 fyrir Grindavík, Kekic með skallamark eftir horn eða úr öðru föstu leikatriði. Þetta verður baráttuleikur en ég er bjartsýnn og trúi á sigur hjá mínum mönnum í kvöld.“
Hver þessara spámanna verður hlutskarpastur kemur í ljós í kvöld.