Spáð í spilin: Körfuknattleiksliðin á Suðurnesjum
Á þriðjudag var sett fram spá á blaðamannafundi Körfuknattleiksdeildar Íslands þar sem Njarðvíkingum var enn eina ferðina spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki. Í kvennaflokki var Haukum spáð titlinum.
Keflavíkurkonum og körlum var spáð öðru sæti í deildunum en Grindavík var spáð sjötta sæti í karlaflokki en í kvennaflokki var Grindavík spáð þriðja sætinu. Flestir þjálfara liðanna tóku spánni með fyrirvara en biðu spenntir eftir að leiktíðin hæfist.
Keppni í karlaflokki hefst í kvöld en keppni í kvennaflokki hefst á laugardag
Njarðvík: 1. sæti
Einar Árni Jóhannsson
Mótið spilast ekki eftir þessari spá og þetta er í það minnsta þriðja árið í röð sem okkur er spáð fyrsta sæti. Spáin er meira til skemmtunar en sýnir kannski að einhverju leiti hvað mönnum finnst og þetta gefur sumum liðum færi á því að verða spútniklið í deildinni. Undirbúningstímabilið hefur ekki runnið eins þægilega fyrir okkur og síðustu tvö ár en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Þegar allir okkar menn eru komnir í gírinn verðum við sterkari en í fyrr. Við höfum svigrúm til þess að verða betra lið.
Keflavík: 2. sæti
Sigurður Ingimundarson
Ég held að okkur hafi verið spáð 2. sæti síðustu tvö ár og endað í fyrsta sæti. Ég bjóst reyndar við því að okkur yrði spáð fyrsta sæti en mér kemur það ekki við. Það skiptir okkur miklu máli að vinna deildina fyrir utan hvað það er skemmtilegt. Maður vinnur að því allan veturinn að vinna deildarmeistaratitilinn. Allir leikmennirnir hafa spilað á fullu í sumar en sem hópur höfum við ekki náð að æfa mikið saman þó það hafi gengið vel í æfingaleikjum. Við erum enn þá að velja okkur Amerískan leikmann til að spila mótið og annan til að spila Evrópukeppnina.
Grindavík: 6. sæti
Friðrik Ragnarsson
Þetta er eitthvað sem við áttum von á, okkur hefur gengið upp og ofan í æfingaleikjunum svo þetta er raunhæf spá. Við höfum misst marga leikmenn og erum með tiltölulega nýtt lið. Við ætlum okkur samt miklu stærri hluti. Eftir einhverjar vikur eða mánuði verður Grindavíkurliðið sterkara en það var í fyrra. Við höfum æft stutt saman og erum ekki búnir að ná fullum styrk.
Keflavík: 2. sæti
Jón Halldór Eðvaldsson
Spáin kemur í sjálfu sér ekki á óvart og það hefði ekki komið á óvart þó okkur hefði verið spáð þriðja sætinu miðað við gengið á undirbúningstímabilinu. Við höfum sloppið við öll meiðsli og það hefur verið létt og gaman yfir þessu. Okkur vantar enn þá útlendinginn okkar en hann er væntanlegur nú í vikunni. Stefnan hjá okkur er sett á það að vinna alla titla alveg sama hvaða mót um ræðir. Fyrsti bikarinn rann okkur úr greipum einfaldlegar af því að við vorum slakar. Hópurinn í ár er mjög sterkur en það veltur mikið á útlendingunum en ég tel að við séum með svipaðan hóp og í fyrra.
Grindavík: 3. sæti
Unndór Sigurðsson
Viðbúist var að Haukum yrði spáð sigri en ég tel að við hefðum frekar átt að hafa verið í öðru sætinu en maður tekur þessari spá bara til gamans. Ég er ekki að stressa mig á þessu. Reyndar hefur Keflavík alltaf verið ofar en við í spánni. Sjálfur veit ég að við ætlum að vera ofar en Haukar og Keflavík. Í rauninni er ég ekki ánægður með undirbúningstímabilið því landsliðsstelpurnar voru lengi í burtu og ég hefði viljað fá þær fyrr inn í undirbúninginn hjá okkur. Annars er ég bjartsýnn á framhaldið og er með stórskemmtilegt lið í höndunum.
Iceland Express deild karla
1. Njarðvík 413 stig
2. Keflavík 355 stig
3. KR 325 stig
4. Skallagrímur 310 stig
5. Snæfell 306 stig
6. Grindavík 244 stig
7. ÍR
8. Haukar
9. Hamar/Selfoss
10. Fjölnir
11. Tindastól
12. Þór Þorlákshöfn
Iceland Express deild kvenna
Haukar 101 stig
Keflavík 86 stig
Grindavík 81 stig
ÍS 50 stig
Breiðablik 34 stig
Hamar28 stig
Keflavíkurkonum og körlum var spáð öðru sæti í deildunum en Grindavík var spáð sjötta sæti í karlaflokki en í kvennaflokki var Grindavík spáð þriðja sætinu. Flestir þjálfara liðanna tóku spánni með fyrirvara en biðu spenntir eftir að leiktíðin hæfist.
Keppni í karlaflokki hefst í kvöld en keppni í kvennaflokki hefst á laugardag
Njarðvík: 1. sæti
Einar Árni Jóhannsson
Mótið spilast ekki eftir þessari spá og þetta er í það minnsta þriðja árið í röð sem okkur er spáð fyrsta sæti. Spáin er meira til skemmtunar en sýnir kannski að einhverju leiti hvað mönnum finnst og þetta gefur sumum liðum færi á því að verða spútniklið í deildinni. Undirbúningstímabilið hefur ekki runnið eins þægilega fyrir okkur og síðustu tvö ár en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Þegar allir okkar menn eru komnir í gírinn verðum við sterkari en í fyrr. Við höfum svigrúm til þess að verða betra lið.
Keflavík: 2. sæti
Sigurður Ingimundarson
Ég held að okkur hafi verið spáð 2. sæti síðustu tvö ár og endað í fyrsta sæti. Ég bjóst reyndar við því að okkur yrði spáð fyrsta sæti en mér kemur það ekki við. Það skiptir okkur miklu máli að vinna deildina fyrir utan hvað það er skemmtilegt. Maður vinnur að því allan veturinn að vinna deildarmeistaratitilinn. Allir leikmennirnir hafa spilað á fullu í sumar en sem hópur höfum við ekki náð að æfa mikið saman þó það hafi gengið vel í æfingaleikjum. Við erum enn þá að velja okkur Amerískan leikmann til að spila mótið og annan til að spila Evrópukeppnina.
Grindavík: 6. sæti
Friðrik Ragnarsson
Þetta er eitthvað sem við áttum von á, okkur hefur gengið upp og ofan í æfingaleikjunum svo þetta er raunhæf spá. Við höfum misst marga leikmenn og erum með tiltölulega nýtt lið. Við ætlum okkur samt miklu stærri hluti. Eftir einhverjar vikur eða mánuði verður Grindavíkurliðið sterkara en það var í fyrra. Við höfum æft stutt saman og erum ekki búnir að ná fullum styrk.
Keflavík: 2. sæti
Jón Halldór Eðvaldsson
Spáin kemur í sjálfu sér ekki á óvart og það hefði ekki komið á óvart þó okkur hefði verið spáð þriðja sætinu miðað við gengið á undirbúningstímabilinu. Við höfum sloppið við öll meiðsli og það hefur verið létt og gaman yfir þessu. Okkur vantar enn þá útlendinginn okkar en hann er væntanlegur nú í vikunni. Stefnan hjá okkur er sett á það að vinna alla titla alveg sama hvaða mót um ræðir. Fyrsti bikarinn rann okkur úr greipum einfaldlegar af því að við vorum slakar. Hópurinn í ár er mjög sterkur en það veltur mikið á útlendingunum en ég tel að við séum með svipaðan hóp og í fyrra.
Grindavík: 3. sæti
Unndór Sigurðsson
Viðbúist var að Haukum yrði spáð sigri en ég tel að við hefðum frekar átt að hafa verið í öðru sætinu en maður tekur þessari spá bara til gamans. Ég er ekki að stressa mig á þessu. Reyndar hefur Keflavík alltaf verið ofar en við í spánni. Sjálfur veit ég að við ætlum að vera ofar en Haukar og Keflavík. Í rauninni er ég ekki ánægður með undirbúningstímabilið því landsliðsstelpurnar voru lengi í burtu og ég hefði viljað fá þær fyrr inn í undirbúninginn hjá okkur. Annars er ég bjartsýnn á framhaldið og er með stórskemmtilegt lið í höndunum.
Iceland Express deild karla
1. Njarðvík 413 stig
2. Keflavík 355 stig
3. KR 325 stig
4. Skallagrímur 310 stig
5. Snæfell 306 stig
6. Grindavík 244 stig
7. ÍR
8. Haukar
9. Hamar/Selfoss
10. Fjölnir
11. Tindastól
12. Þór Þorlákshöfn
Iceland Express deild kvenna
Haukar 101 stig
Keflavík 86 stig
Grindavík 81 stig
ÍS 50 stig
Breiðablik 34 stig
Hamar28 stig