Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SP-Ráðgjöf styrkir GVS
Fimmtudagur 6. desember 2007 kl. 12:54

SP-Ráðgjöf styrkir GVS

Á dögunum afhenti Kristján Hjelm, sérfræðingur hjá SP- Ráðgjöf, Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, GVS, 700.000 króna styrk í húsbyggingasjóð. Styrkurinn er grunnur að húsbyggingarsjóði sem stofnaður var með endurnýjun á skála félagsins á Kálfatjarnarvelli. Styrkurinn kemur að góðum notum enda núverandi skáli að springa utan af blómlegri starfsemi.


Stjórn GVS þakkar rausnarlegt framlag SP-Ráðgjafar til klúbbsins. Á meðfylgjandi mynd afhendir Kristján Hjelm frá SP-Ráðgjöf, formanni GVS, Finnboga Kristinssyni og gjaldkera GVS, Jóni Páli Sigurjónssyni, styrkinn til umráða.

 

www.kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024