Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sonur Jóns Keflavíkurþjálfara setti borgarskot í gegnum hringinn
Miðvikudagur 30. mars 2011 kl. 11:40

Sonur Jóns Keflavíkurþjálfara setti borgarskot í gegnum hringinn


Arnór Daði Jónsson, ungur körfuboltakappi úr Keflavík og sonur Jóns Halldórs Eðvaldssonar, þjálfara kvennaliðs Keflavíkur var nettur senuþjófur í síðasta leik Keflavíkur og KR í DHL höllinni sl. sunnudag. Hann setti þá niður borgarskot Borgarskot Iceland Express á sama tíma og faðir hans var að messa yfir sínum leikmönnum í leikhléi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Ég spurði hann hvort hann hefði verið stressaður og hann sagði: Bara svona rétt aðeins með smá fiðring í fótunum áður en ég skaut og pabbi... hann snerti ekki einu sinni hringinn. Ekkert nema net!“ sagði Jón Halldór um vasklega framgöngu sonar síns í spjalli við karfan.is.

Arnór Daði er 10 ára gamall og var handviss um að tilþrif sín hefðu kveikt í kvennaliði Keflavíkur sem síðar fór og sló út KR í undanúrslitum keppninnar.

Jón Halldór sagði að Arnór Daði væri mikill stuðningsmaður Arsenal í enska fótboltanum og því væri ekki loku fyrir það skotið að þeir feðgar myndu fara saman á nýjan og glæsilegan Emirates völlinn sem Arsenal tók í notkun fyrir ekki svo löngu.

,,Ég borga hótelið, það er nú bara sanngjarnt þar sem hann borgar flugið,“ sagði Jón Halldór eiturhress í samtali við Karfan.is

Meðfylgjandi er myndskeið af leikbrot.is af skotinu góða hjá Arnóri Daða.

Hér má sjá Arnór Daða, annan frá hægri með félögum sínum í 6. flokki á Nettó-mótinu í körfu nýlega. Hin myndin er af föður hans.