SÖLTUÐUM ÞÁ Í VILLUM
Gunnar Einarsson, bakvörður Keflvíkinga, var að vonum ekki ánægður með tapið gegn Tindastól á mánudag.„Okkur vantaði neistann og þegar dómarnir voru búnir að hrista Fannar og Key (Chianti Roberts) út af með 5 villur þá misstum við þetta alveg úr höndunum. Við unnum þó einn þátt tölulegra staðreynda með yfirburðum því dómararnir hjálpuðu okkur að salta þá í villum.“