Soffía náði lágmörkum á CIJ LUX mótið
Íþróttamótið Reykjavík International fór fram um síðustu helgi og fór sundhluti mótsins fram í innilauginni í Laugardal. Flestir elstu sundmanna ÍRB tóku þátt í mótinu en enginn þeirra náði að tryggja sig inn á Evrópumeistaramótið né Ólympíuleikana. Sundkonan öfluga Soffía Klemenzdóttir náði þó að tryggja sig inn á CIJ LUX mótið.
CIJ LUX mótið er verkefni hjá unglingalandsliði Íslands í apríl og fer fram í Lúxemborg. Soffía hafði sigur um helgina í 100m flugsundi kvenna og synti þá á 1.06,99 mín. í flokki 14 ára kvenna og yngri. Með þessum tíma var Soffía rétt rúmlega sekúndu frá lágmörkunum á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer síðar í sumar.
Þau Jóna Helena Bjarnadóttir og Gunnar Örn Arnarson voru einnig mjög nálægt að ná inná CIJ LUX verkefni SSÍ. Næsta verkefni sundfólksins er KR mótið í febrúar.
VF-Mynd/ [email protected] – Sigursund Soffíu í 100m flugsundi 14 ára kvenna og yngri í Laugardal um helgina.