Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Snýr Ómar aftur til Keflavíkur?
Miðvikudagur 9. febrúar 2005 kl. 04:53

Snýr Ómar aftur til Keflavíkur?

Markvörðurinn Ómar Jóhannsson er að öllum líkindum á leið aftur til Keflavíkur á ný en Ómar varði mark liðsins í tvær leiktíðir, 2002 og 2003.
Ómar hélt til Svíþjóðar eftir að Keflavík tryggði sér sæti í úrvalsdeild haustið 2003 og hefur leikið með Bunkeflo þar í landi síðan.

Mikil aðsókn hefur verið að æfingum hjá Keflavík eftir að Guðjón Þórðarson tók við sjórnartaumunum. Meðal nýrra leikmanna sem æft hafa með liðinu undanfarið er Bjarni Sæmundsson, fyrirliði Njarðvíkinga síðustu ár, en hann lék sinn fyrsta leik í Keflavíkurtreyju í sigurleik gegn Fjölni um síðustu helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024