Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Snorri og Sverrir í liði ársins
Miðvikudagur 21. september 2005 kl. 14:56

Snorri og Sverrir í liði ársins

Þeir Snorri Már Jónsson, fyrirliðið knattspyrnuliðs Njarðvíkur, og Sverrir Þór Sverrisson voru í dag valdir í lið ársins í 2. deildinni í knattspyrnu.

Valið fór fram á Broadway í Reykjavík en það var vefsíðan fotbolti.net sem leitaði til þjálfara og fyrirliða 2. deildar til þess að skipa lið ársins.

„Það er bara gaman af svona kjöri og gaman að fá smá viðurkenningu fyrir það sem maður var að gera í sumar,“ sagði Snorri Már í samtali við Víkurfréttir í dag. Aðspurður um framhaldið sagði Snorri að sín mál myndu fara að skýrast einhvern tíman í kringum jól. „Ég er ekki farinn að huga að framhaldinu en ef ég held áfram í knattspyrnu þá eru mestar líkur á því að ég verði áfram hjá Njarðvík,“ sagði Snorri að lokum.

Eftirtaldir leikmenn komust í lið ársins í 2. deild:

Markvörður:
Gísli Sveinsson – Tindastóll
Varnarmenn:
Snorri Már Jónsson
Njarðvík
Ómar Valdimarsson – Selfoss
Bjarki Már Árnason – Tindastóll
Steinarr Guðmundsson – Leiknir
Miðjumenn:
Vigfús Arnar Jósepsson – Leiknir
Goran Lukic – Stjarnan
Haukur Gunnarsson – Leiknir
Sverrir Þór SverrissonNjarðvík
Sóknarmenn:
Guðjón Baldvinsson – Stjarnan
Dragoslav Stojanovic – Stjarnan

Garðar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis, var kosinn þjálfari ársins og Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, var kosinn leikmaður ársins ásamt því að vera kosinn efnilegasti leikmaður ársins.

Heimild: www.fotbolti.net

VF-mynd/ myndin er samsett



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024