Snorri Már áfram hjá Njarðvík
Snorri Már Jónsson undirritaði í gærkvöldi tveggja ára samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur.
Fram kemur á heimasíðu deildarinnar að Snorri hafi haft hug á að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, en ákveðið að vera áfram. Njarðvíkingar eru fegnir að hafa Snorra áfram í hópnum í þeirri endurskipulagningu sem stendur yfir á leikmannahópnum. Snorri Már verður þrítugur á árinu og hefur leikið 111 leiki með Njarðvík og gert 16 mörk í þeim.
Hann lék alla leiki Njarðvíkur í sumar og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu eins og árið 2002.
Mynd af heimasíðu Njarðvíkur
Fram kemur á heimasíðu deildarinnar að Snorri hafi haft hug á að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, en ákveðið að vera áfram. Njarðvíkingar eru fegnir að hafa Snorra áfram í hópnum í þeirri endurskipulagningu sem stendur yfir á leikmannahópnum. Snorri Már verður þrítugur á árinu og hefur leikið 111 leiki með Njarðvík og gert 16 mörk í þeim.
Hann lék alla leiki Njarðvíkur í sumar og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu eins og árið 2002.
Mynd af heimasíðu Njarðvíkur