Snæfell yfir í hálfleik
Snæfell hefur yfir í hálfleik gegn Keflavík,44-42, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Gunnar Einarsson var sjóðandi heitur í fyrri hálfleik og gerði fjórar mikilvægar þriggja stiga körfur fyrir Keflvíkinga. Jón Norðdal skoraði lokastig fyrri hálfleiksins fyrir Keflavík um leið og flautan gall og minnkaði muninn úr 44-40 í 44-42. Nánar verður fjallað um leikinn síðar.