Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Snæfell kom, sá og sigraði í TM höllinni
Föstudagur 24. apríl 2015 kl. 22:35

Snæfell kom, sá og sigraði í TM höllinni

Öruggur sigur gegn brotnu Keflavíkurliði

Snæfell lagði Keflvík öðru sinni í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lokatölur urðu 76-85.

Snæfell tók forystu snemma leiks og héldu þeirri förystu út hálfleikinn. Liðið var gríðarlega samstillt og vel spilandi á móti Keflavíkurliði sem að átti mjög erfitt með að finna taktinn en Carmen Tyson Thomas og Sara Rún Hinriksdóttir sáu alfarið um stigskorun liðsins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

10 stigum munaði á liðunum í hálfleik en í þeim síðari hófu Keflvíkingar að narta í hælana á gestunum og komust loks yfir um miðbik 4. leikhluta. Það var Carmen Tyson Thomas sem að dró vagninn fyrir heimastúlkur á þessum kafla en einstæklingsframtakið skilaði ekki nema takmörkuðum árangri því að sterk liðsheild Snæfells sá um að sigla sigrinum heim á lokasprettinum.

Keflavík hafði einfaldlega ekki þá breidd sem þurfti til í kvöld og hefðu fleiri leikmenn helst til þurft að skila framlagi í kvöld

Carmen Tyson Thomas var langatkvæðamest hjá Keflavík með 43 stig og þá skoraði Sara Rún Hinriksdóttir 16 stig.

Hjá Snæfelli var Kristen Denise McCarthy með 43 stig og Hildur Sigurðardóttir 17.

Liðin mætast í Stykkishólmi á mánudagskvöld þar sem að Keflvíkingar verða að sigra ef halda á lífi í einvíginu. Snæfell getur aftur á móti tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.