Smith rekinn frá Njarðvík
Njarðvíkingar hafa rekið Bandaríkjamanninn Christopher Smith og leita nú að liðsstjórnanda fyrir komandi lokaátök í Iceland Express deildinni í körfubolta.
Samkvæmt heimildum VF mun hegðun leikmannsins utan vallar hafa haft með það að segja að hann fékk reisupassann. Njarðvíkingar ætla að halda þeim tveimur erlendu leikmönnum, þeim Jonathan Moore og Nenad Tomasevic sem komu til liðsins nýlega en freista þess að styrkja liðið með nýjum leikstjórnanda. Næsti leikur liðsins er gegn nágrannaliðinu Keflavík á föstudag eftir viku.