Smálaugaleikar í Keflavík
Smálaugaleikar, fyrir börn tólf ára og yngri, voru haldnir í Sundhöll Keflavíkur þann 29. janúar s.l. Þátttakendur voru 116 að tölu og komu víða að; frá Sandgerði komu sjö krakkar, frá Akranesi mættu sextán stykki, frá Kópavogi komu tólf krakkar, frá Njarðvík komu sjö krakkar, frá Ægi komu þrjátíu og sex krakkar og frá Keflavík komu þrjátíu og átta krakkar. Mótið byrjaði klukkan 9:15 með upphitun og sjálf keppnin hólfst klukkan 16. Ekki voru veitt verðlaun fyrir efstu sætin en allir þátttakendur fengu viðurkenningu í lok mótsins sem styrkt var af Landsbanka Íslands. Mótið var sett upp sem stórmót, yfirdómari var Eiríkur Jensson, tveir meðdómarar og ræsir, og þrír tímaverðir á allar brautir. Klapplið allra liða voru mætt og mikil hvatning og stemning kom frá áhorfendastúkunni. Það er gaman að svona mótum þar sem ungviðið tekur á og upplifir alvöru tímatökunnar þar sem hver hundraðasti úr sekúndu skiptir máli og býr sig undir átök framtíðarinnar.Í lok mótsins fengur allir keppendur svala og kleinu. Foreldrafélag sunddeildarinnar var með kaffisölu og meðlæti fyrir dygga stuðningsmenn og foreldra keppenda. Mótið heppnaðist mjög vel í alla staði og var þetta ánægjulegur laugardagur í gömlu Sundhöll Keflavíkur.Kveðja, stjórn Sunddeildar Keflavíkur