Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Slök vörn hjá Njarðvík og tap gegn KR
Fimmtudagur 17. mars 2011 kl. 21:10

Slök vörn hjá Njarðvík og tap gegn KR

„Vörnin brást í seinni hálfleik og við fengum á okkur sextíu stig. Frammistaðan einfaldlega slök og því fór sem fór. Sanngjarn sigur KR en við ætlum auðvitað að gera betur í næsta leik í Njarðvík,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfara Njarðvíkur eftir tap gegn KR í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfu á heimavelli þeirra röndóttu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri hálfleikur einkenndist af sterkum varnarleik beggja liða en Njarðvíkingum gekk betur að skora og leiddu 33-38 í hálfleik. Í síðari hálfleik settu KR-ingar í annan gír og völtuðu yfir þá grænu og innbyrtu góðan tólf stiga stigur, 92-80.

Njarðvíkingar reyndu mikið þriggja stiga skot, þrjátíu og einu sinni í leiknum en aðeins sex rötuðu rétta leið. Þeim gekk illa að stöðva Marcus Walker, besta leikmann KR sem skoraði 33 stig. Brynjar Björnsson var þeim líka erfiður og skoraði 20 stig. Stigahæstur hjá Njarðvík var Johathan Moore með 20 stig en Giordan Watson var með 12 stig og átti oft í erfiðleikum gegn sterkri og hávaxinni vörn heimamanna.

Næsti leikur liðanna er í Njarðvík á laugardag og þar verða heimamenn að sigra ætli þeir að eiga möguleika á að komast í undanúrslitin.

VF-mynd/siggijóns: Jonathan Moore skoraði 20 stig fyrir Njarðvík í tapleiknum gegn KR.