Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sleipnismenn sigursælir á Íslandsmóti um helgina
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 10:35

Sleipnismenn sigursælir á Íslandsmóti um helgina

Íslandsmeistaramótið í Brazilian Jiu-Jitsu fór fram á sunnudag í Ármannsheimilinu í Laugardal. 94 keppendur voru skráðir til leiks og er þetta fjölmennasta fullorðins BJJ-mót frá upphafi. Keppt var í níu þyngdarflokkum auk opinna flokka. Að sögn viðstaddra var mótið vel heppnað í alla staði og margar virkilega skemmtilegar glímur sem áttu sér stað.


Tveir Sleipnismenn komust á verðlaunapall, þeir Guðmundur Stefán Gunnarsson og Björn Lúkas Haraldsson. En Guðmundur sigraði +100 kg flokkinn og Björn Lúkas lenti í öðru sæti í -88 kg flokknum, þeir lentu svo í öðru og þriðja sæti í opnum flokki karla. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024