Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sleipnismenn gerðu það gott á Mjölnir Open
Guðmundur Gunnarsson ásamt Birni Lúkasi.
Þriðjudagur 28. maí 2013 kl. 08:17

Sleipnismenn gerðu það gott á Mjölnir Open

Sleipnir, eða júdódeild Njarðvíkur, gerði það gott á sterkasta uppgjafarglímumóti Íslands um helgina þar sem þau höfnuðu í öðru sæti í liðakeppni. Sleipnir sendi fjóra keppendur til leiks á mótið sem kallast Mjölni Open en það er óformlegt Íslandsmót í uppgjafarglímu. Það voru þau Rannveig Randversdóttir, Guðmundur Stefán Gunnarsson, Björn Lúkas Haraldsson og Brynjar Kristinn Guðmundsson. 

Björn Lúkas Haraldsson hélt áfram sigurgöngu sinni í bardagaíþróttum en hann er nú þegar Íslandsmeistari unglinga í Brazilian jiu jitsu og í júdó. Á Mjölnir Open sigraði hann flestar glímur á uppgjöf en í úrslitabardaganum í sínum þyngdarflokk glímdi hann við sterkan andstæðing sem kemur úr Reykjanesbæ, en sá heitir Björn Vilberg Jónsson. Glíma þeirra rann út á tíma og Birni Lúkasi var dæmdur sigurinn því hann hafði skorað tveimur stigum fleiri en Björn Vilberg. Björn Lúkas hafnaði einnig í þriðja sæti í opnum flokki en þar áttust hann og Björn Vilberg við aftur en viðureignin endaði með armlás frá Birni Lúkasi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannveig sem var að keppa í fyrsta sinn kom öllum á óvart og sigraði fyrsta andstæðing sinn á fallegu kasti og í kjölfarið tók hún hann í fastatak sem ómögulegt var að losna úr. Með þessum góða árangri komst hún í undanúrslit og barðist um 3 sætið. Rannveig tapaði þeirri viðureign á armlás gegn hinni sterku Sigrúnu Helgu Lund eftir mikla og harða baráttu.

Brynjar Kristinn sem er einungis 16 ára var að keppa á sínu fyrsta fullorðinsmóti, stóð sig vel á móti sínum andstæðing en tapaði loks á stigum. Guðmundur Stefán Gunnarsson þjálfari júdódeidarinninnar sat hjá í fyrstu umferð en háði harða rimmu við Eggert Djaffer Si Said og eftir að hafa verið með yfirhöndina bróðurpart viðureignarinnar tapaði hann á stigum.  Hann komst þó í undanúrslit og sigraði þá glímu á guillotine (fallaxar) hengingu og krækti í þriðja sætið í +99kg flokki.