Sleipnismenn frábærir á heimavelli
- Stærsta unglingamótið í glímuíþróttum haldið í Reykjanesbæ
Fjölmennasta barna- og unglingamót sem haldið hefur verið í glímuíþróttum fór fram í bardagahöll Reykjanesbæjar um liðna helgi. Alls voru 110 keppendur sem spreyttu sig í judo og jui jitsu. 17 heimamenn tóku þátt. Þeir Jóhannes Pálsson, Gunnar Örn Guðmundsson og Sigmundur Þengill Þrastarson tryggðu sér gull í sínum flokkum. Ingólfur Rögnvaldsson og Daníel Dagur Árnason nældu sér í silfur á meðan Fernir Frosti Guðmundsson hlaut brons í sínum flokki.
	.jpg)
	.jpg)
	.jpg)
	.jpg)
	.jpg)
	.jpg)


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				