Slátrun í Keflavík
Keflvíkingar tóku gesti sína úr Njarðvík í bakaríið í kvöld þegar liðin mættust í fyrstu orustunni í 4-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik. Lokatölur voru 108-64 en heimamenn í Keflavík spiluðu frábærlega í kvöld, bæði í vörn og sókn. Staðan í hálfleik var 61:36.
Myndasyrpa úr leiknum, smellið hér!Í byrjun leit út fyrir að leikurinn yrði hörkuspennandi eins og leikir þessara liða eru vanir að vera. Keflvíkingar tóku hins vegar öll völd á vellinum um miðjan 1. leikhluta og litu aldrei til baka, bættu við forskotið og leiddu örugglega í hálfleik.
Í síðari hálfleik héldu heimamenn uppteknum hætti. Bættu alltaf við forskotið og þrátt fyrir góða baráttu Njarðvíkinga gengu hlutirnir bara ekki upp hjá þeim í kvöld enda voru Keflvíkingar að spila frábæra vörn og sýndu mikla baráttu í fráköstum.
Njarðvíkingar sáu í raun aldrei til sólar í leiknum, þetta var hreinlega ekki þeirra kvöld. Páll Kristinsson skoraði 11 stig, Gregory Harris var með 10 stig, Halldór Karlsson kom inn af bekknum með góða baráttu og setti niður 8 stig og Teitur Örlygsson skoraði 7. Aðrir skoruðu minna.
Hjá Keflavík átti Edmund Saunders stórleik, skoraði 25 stig, hirti 15 fráköst og varði 5 skot. Damon Johnson byrjaði illa en sótti í sig veðrið og skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Guðjón Skúlason skoraði 15 og Falur Harðarson var með 11.
VF-myndir: Tobbi
Myndasyrpa úr leiknum, smellið hér!Í byrjun leit út fyrir að leikurinn yrði hörkuspennandi eins og leikir þessara liða eru vanir að vera. Keflvíkingar tóku hins vegar öll völd á vellinum um miðjan 1. leikhluta og litu aldrei til baka, bættu við forskotið og leiddu örugglega í hálfleik.
Í síðari hálfleik héldu heimamenn uppteknum hætti. Bættu alltaf við forskotið og þrátt fyrir góða baráttu Njarðvíkinga gengu hlutirnir bara ekki upp hjá þeim í kvöld enda voru Keflvíkingar að spila frábæra vörn og sýndu mikla baráttu í fráköstum.
Njarðvíkingar sáu í raun aldrei til sólar í leiknum, þetta var hreinlega ekki þeirra kvöld. Páll Kristinsson skoraði 11 stig, Gregory Harris var með 10 stig, Halldór Karlsson kom inn af bekknum með góða baráttu og setti niður 8 stig og Teitur Örlygsson skoraði 7. Aðrir skoruðu minna.
Hjá Keflavík átti Edmund Saunders stórleik, skoraði 25 stig, hirti 15 fráköst og varði 5 skot. Damon Johnson byrjaði illa en sótti í sig veðrið og skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Guðjón Skúlason skoraði 15 og Falur Harðarson var með 11.
VF-myndir: Tobbi