Slakir Keflvíkingar töpuðu fyrir KR
Keflvíkingar áttu dapran dag þegar þeir töpuðu fyrir KR í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á HS-Orku vellinum í dag með tveimur mörkum gegn engu. Keflvíkingar eru áfram í fjórða neðsta sæti deildarinnar. Ljóst er að úrslitin í tveimur síðustu umferðunum mun ráða hverjir vinna og hvaða lið falla.
Keflvíkingar áttu fá færi í leiknum og þeim gekk illa að skapa sér færi. Adam Árni Róbertsson átti besta færi heimamanna í síðari hálfleik en í lok síðari hálfleik áttu þeir margar hornspyrnur sem sköpuðu nokkra hættu en ekki nógu mikla.
KR skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og það seinna á 60. mínútu.
Frans Elvarsson, einn af lykilmönnum Keflavíkur meiddist í fyrri hálfleik en ekki er vitað hversu slæm meiðslin eru.
Spennan á botninum er mikil en Keflvíkingar sækja Leiknismenn heim í næst síðustu umferðinni en í þeirri síðustu fá þeir Skagamenn í heimsókn.
Keflvíkingar áttu slakan dag og söknuðu greinilega Davíðs Snæs Jóhannssonar sem var í banni. Í síðari hálfleik kom Rúnar Þór Sigurgeirsson inn á hjá Keflavík sem er jákvætt fyrir liðið en í upphafi sumars leit út fyrir að hann færi utan í atvinnumennsku. Meiðsli komu í veg fyrir það og einnig að hann hafi ekki leikið með Keflavík síðan.
Í viðtali við fotbolti.net eftir leikinn svarar Sigurður Ragnar, annar þjálfara Keflavíkur um næstu leiki og um það tilboð sem barst frá ítalska liðinu Letche í Davíð Snæ Jóhannssonar.