Slakir Grindvíkingar töpuðu í Garðabænum og eru úr leik í VÍS bikarnum
Grindvíkingar ertu dottnir út úr VÍS bikarnum í körfubolta karla eftir stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ. Lokatölur urðu 100-77.
Stjörnumenn sýndu Grindvíkingum enga miskunn og sýndu allar sínar bestu hliðar á heimavelli. Þeir byrjuðu með látum og náðu forystu í tveimur fyrstu leikhlutunum og voru betri á öllum sviðum körfuboltans. Munurinn var orðinn 26 stig þegar flautað var til leikhlés 57-31.
Grindvíkingar sýndu smá lit í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn niður í 11 stig en nær komust þeir ekki og Stjörnumenn innsigluðu stóran sigur 100-77.
Grindvíkingar voru á hælunum allan leikinn og voru mjög slakir. Þeir eru í toppi Bónus deildarinnar og hafa bara tapað einum leik í vetur, og hann var líka gegn Stjörnunni á útivelli, og því kom þessi slaka frammistaða á óvart. Heimamenn voru hins vegar í stuði, fögnuðu heimkomu Hilmars Smára og eru á leiðinni í Smárann í undanúrslitin í byrjun febrúar.
Það vakti athygli að Pavel Ermolinski var Helga Magnússyni, starfandi aðalþjálfara UMFG, til aðstoðar. KR-ingarnir gömlu, náðu ekki að blása lífi í slaka Grindvíkinga.
Stjarnan-Grindavík 100-77 (32-20, 25-11, 21-27, 22-19)
http://kki.is/widgets_game.asp
Stjarnan: Luka Gasic 23/7 fráköst, Seth Christian LeDay 17/5 fráköst, Giannis Agravanis 15/7 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 11/5 fráköst, Pablo Cesar Bertone 10/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 9/4 fráköst/9 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónson 8/4 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 5, Atli Hrafn Hjartarson 2, Björn Skúli Birnisson 0, Jakob Kári Leifsson 0, Aron Kristian Jónasson 0.
Grindavík: Jordan Semple 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Tristan Helgason 14/6 fráköst, Daniel Mortensen 12/8 fráköst, Khalil Shabazz 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 10/8 fráköst, Deandre Donte Kane 5/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2, Isaiah Coddon 2, Unnsteinn Rúnar Kárason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson
Áhorfendur: 1147.





