Slæmt tap á heimavelli
Grindvíkingar máttu sætta sig við tap á heimavelli gegn KR í gær, 78-89, í Iceland Express-deild karla.
Heimamenn byrjuðu betur þar sem Þorleifur Ólafsson gerði 14 stig í fyrsta leikhluta og voru mest með 12 stiga forystu en KR minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 47-42 þegar liðin héldu inn í klefa.
Í upphafi seinni hálfleiks var sem ekkert gengi upp hjá Grindvíkingum á meðan KR-ingar léku á als oddi. Sóknarleikur þeirra var í molum og náðu ekki að finna glufur á sterkri vörn gestanna.
Þeir náðu forystunni áður en langt um leið og unnu öruggan sigur.
VF-mynd/Þorgils