Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Slæm mistök kostuðu Keflavík sigurinn
Kristrún Ýr Holm kom Keflavík í forystu en Stólarnir jöfnuðu í seinni hálfleik. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 4. september 2023 kl. 09:06

Slæm mistök kostuðu Keflavík sigurinn

Keflavík lék fyrsta leikinn í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær þegar Keflvíkingar sóttu Tindastól heim. Kraftlaust karlalið Keflavíkur tapaði hins vegar í Garðabæ og situr sem fastast á botni Bestu deildar karla.

Tindastóll - Keflavík 1:1

Keflvíkingar byrjuðu leikinn gegn Tindastóli vel og voru talsvert hættulegri en heimakonur. Eftir tíu mínútna leik kom fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm Keflavík yfir með marki eftir góða aukaspyrnu Melanie Claire Rendeiro. Stólarnir komust betur inn í leikinn eftir markið en Keflvíkingar leiddu í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Vera Varis átti ekki góðan dag í marki Keflavíkur.

Í seinni hálfleik varð Vera Varis á að gera hrikaleg mistök í marki Keflavíkur. Hún ætlaði að hreinsa frá en mistókst það hrapalega og sendi boltann þessí stað á Beatriz Parra Salas sem skaut góðu skoti yfir Varis og í markið.

Keflvíkingar þurftu á öllum stigunum að halda í þessari viðureign en Keflavík situr í fallsæti með átján stig eftir nítján leiki. ÍBV hefur einnig átján stig en er með betri markatölu og á leik gegn botnliði Selfoss til góða. Stólarnir eru efstar í neðri úrslitakeppninni með tuttugu stig en ÍBV getur komist upp fyrir þær með sigri á Selfyssingum.


Stjarnan - Keflavík 3:0

Það var ekki að sjá á leik Keflvíkinga í gær að þar færi lið sem væri að berjast fyrir tilveru sinni í efstu deild. Keflavík situr í neðsta sæti deildarinnar þú þegar úrslitakeppnin fer af stað, sjö stigum á eftir Fram og ÍBV.

Stjarnan átti í litlum vandræðum með Keflavík og vann sanngjarnan sigur en Keflvíkingar hittu ekki á góðan dag og voru aldrei líklegir til afreka.

Úr leik Keflavíkur og Stjörnunnar fyrr á tímabilinu.