Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skytturnar koma af Suðurnesjum
Páll Axel í leik með Grindvíkingum. Hann leikur með Skallagrím um þessar mundir.
Þriðjudagur 22. janúar 2013 kl. 09:03

Skytturnar koma af Suðurnesjum

Páll Axel sækir að meti Guðjóns

Páll Axel Vilbergsson sækir nú hart að Guðjóni Skúlasyni á topp tíu listanum yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta. Grindvíkingnum Páli Axeli vantar aðeins 46 þriggja stiga körfur til að jafna Keflvíkinginn Guðjón Skúlason en Guðjón skoraði 965 þriggja stiga körfur í deildarkeppninni á sínum ferli. Karfan.is greinir frá.

Lengi vel var enginn sem komst nærri Guðjóni á þessum lista því þá var Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson í 2. sæti með 742 þriggja stiga körfur. Reynsluboltinn Páll Axel hefur þó klifið þarna upp hægt og bítandi.

Þess má til gamans geta að af 10 efstu mönnum eru 8 frá Suðurnesjum. Aðeins Pálmar Sigurðsson og Eiríkur Önundarson eru ekki af Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Listinn:

1. Guðjón Skúlason - 965
2. Páll Axel Vilbergsson - 919
3. Teitur Örlygsson - 742
4. Magnús Þór Gunnarsson - 683
5. Kristinn Geir Friðriksson - 673
6. Valur Snjólfur Ingimundarson - 593
7. Eiríkur Sverrir Önundarson - 580
8. Gunnar Einarsson - 572
9. Brenton Joe Birmingham - 534
10. Pálmar Sigurðsson 484