Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skyldusigur hjá Grindavík
Föstudagur 25. október 2013 kl. 08:05

Skyldusigur hjá Grindavík

Grindvíkingar unnu áreynslulausan sigur gegn Valsmönnum í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær. Leikurinn var tíðindalítill en að lokum fór það svo að Grindvíkingar unnu 78-70 sigur. Síðari hálfleikur var daufur en þá var ekkert sérstaklega mikið skorað. Þeir Jóhann Árni og Sigurður Gunnar voru bestu menn Grindvíkinga en Jóhann skoraði 28 stig og Sigurður 20. Grindvíkingar léku án erlends leikmanns í leiknum, auk þess sem Ómar Örn Sævarsson var fjarri vegna veikinda.

Tölfræði leiksins:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Valur 78-70 (31-18, 21-24, 15-15, 11-13)

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 28/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Hilmir Kristjánsson 7, Ólafur Ólafsson 7/9 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 5/5 stoðsendingar, Jens Valgeir Óskarsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Egill Birgisson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0.

Valur: Chris Woods 27/21 fráköst, Birgir Björn Pétursson 12/9 fráköst, Benedikt Blöndal 9, Oddur Ólafsson 6/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 6, Ragnar Gylfason 4, Guðni Heiðar Valentínusson 4, Benedikt Skúlason 2, Jens Guðmundsson 0, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Hlynur Logi Víkingsson 0, Atli Barðason 0.