Skutu dúfur í roki og rigningu
Þrátt fyrir rigningu og mikið rok þá létu fimm keppendur það ekki á sig fá að skjóta þrjá hringi í Ljósanæturmóti K. Steinarssonar. Mótið var æsispennandi og með eindæmum skemmtilegt. Dúfurnar flugu mjög óreglulegu flugi og ekki var nóg fyrir keppendur að treysta á „rétt flug“.
Mótið byrjaði á því að haldið var happdrætti, þar sem Nýsprautun gaf 2 gjafabréf. Ákveðið var 2 númer fyrirfram og um leið og dregið var í röðina sem menn áttu að skjóta eftir, unnu þeir sem drógu rétt númer.
Úrslitin í K-Steinarsson Ljósanæturmótinu eru svo eftirfarandi:
A flokkur
1. sæti: Bjarni Sigurðsson
2. sæti: Þröstur Sigmundsson
3. sæti: Börkur Þórðarson
B flokkur
1. sæti: Guðmundur "Billi"
2. sæti: Viðar Örn Victorsson
Skotdeild Keflavíkur vill þakka K-Steinarssyni fyrir að veita vegleg verðlaun í þetta glæsilega mót.
Vinningshafar í happdrættinu voru þeir Viðar og Börkur og þakkar skotdeildin Nýsprautun fyrir gjafabréfin sem voru upp á fulla smurningu með tilheyrandi og svo dekkjaskipti með jafnvægisstillingu á hjólbörðum.