Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 26. apríl 2003 kl. 22:48

Skúli „Tyson“ tapaði gegn sænska meistaranum

Það var sannkölluð boxhátíð í Stapanum í kvöld þar sem áttust við Ísland og Svíþjóð í boxhringnum. Þrír aðalbardagar fóru fran en einnig voru þrír upphitunarbardagar. Í bardögum kvöldsins höfðu Íslendingar betur í tveimur bardögum en Svíarnir í einum. Í síðasta og aðal bardaga kvöldsins áttust við Skúli „Tyson“ Vilbergsson 19 ára Keflvíkingur og John-Erik Käck 29 ára sænskur sænskur meistari í veltivigt með rúmlega 50 skráða bardaga að baki og fór það svo að sænski meistarinn hafði betur þrátt fyrir ágæta frammistöðu Skúla.Mikil stemning var í Stapanum og var hann troðfullur af boxáhugamönnum. Ekki var einungis um boxbardaga að ræða því einnig sté á stokk rapparinn Iceberg og næstfyndnasti maður Íslands ásamt því að gullfallegar meyjar gengu í boxhringinn á bikiníi fyrir hverja lotu við mikla hrifningu áhorfenda.

Nánar um bardagann hjá Skúla á morgun ásamt troðfullri myndasyrpu!!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024