Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Skuldadagar hjá fyrirliðanum
Mánudagur 4. september 2006 kl. 17:46

Skuldadagar hjá fyrirliðanum

Guðmundur Steinarsson fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur varð að standa við stóru orðin í dag þegar Jónas Guðni Sævarsson mætti á æfingu með snoðklippivélina. Guðmundur hafði lofað Jónasi því að ef hann myndi skora á leiktímabilinu þá fengi Jónas að snoðklippa sig. Í dag var komið að skuldadögum.

Jónas hefur í allt sumar mátt þola smávægilegt háð og spott frá liðsfélögum sínum og vafalaust fleirum fyrir það að vera nánast fyrirmunað að skora mark með Keflavík. Miðjumaðurinn knái skaut stríðnispúkum ref fyrir rass gegn Víkingum í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar þegar hann kom Keflvíkingum í 1-0 á Laugardalsvelli. Það mark var hans fyrsta í sumar og jafnframt hans fyrsta bikarmark. Jónas gerði sitt fyrsta mark í Landsbankadeild sumarið 2004 en honum tókst ekki að skora leiktíðina 2005.

Guðmundur lofaði Jónasi því í æfingaferð Keflavíkurliðsins á Spáni fyrr á þesu ári að ef Jónas myndi skora á þessari leiktíð þá fengi hann að snoðklippa sig. Það var svo í dag sem Jónas lét Guðmund standa við stóru orðin og hárið fauk af fyrirliðanum. Enn eru ýmsar skuldir útistandani sagði Jónas og ætlar hann að innheimta þær jafnt og þétt næstu daga.

[email protected]

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024