Skrifuðu nýjan kafla í körfuboltasöguna
- í fyrsta sinn sem þrír dómarar úr sama félagi dæma saman í efstu deild
Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson og Ísak Ernir Kristinsson sem eru allir úr íþróttafélaginu Keflavík dæmdu saman í gær í Dominos deild karla. Þar var þríeykið við störf í leik í Þorlákshöfn þar sem heimamenn úr Þór tóku á móti Haukum.
Þetta er í fyrsta sinn þar sem þrír dómarar úr sama félagi dæma sama leikinn – frá því að þriggja dómara kerfið var tekið upp í efstu deild karla.
Ísak Ernir er sonur Kristins en Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson hafa báðir verið kosnir bestu dómarar tímabilsins.
„Söguleg stund. Í fyrsta sinn sem þrír dómarar frá sama félagsliði dæma saman leik í efstu deild karla. Ekki verra að við erum allir feðgar, bæði gena- og körfuboltalega séð," skrifaði Ísak á fésbókarsíðu sína.