Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skrekkur í Keflavíkurstúlkum sem töpuðu fyrsta leiknum
Sveindís Jane skoraði mark Keflavíkur.
Fimmtudagur 2. maí 2019 kl. 23:20

Skrekkur í Keflavíkurstúlkum sem töpuðu fyrsta leiknum

Keflavíkurstúlkur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu töpuðu fyrsta leik sínum í efstu deild í fyrstu umferð gegn Fylki á útivelli. Lokatölur urðu 2-1. Fylkiskonur náðu forystu rétt eftir að dómarinn flautaði leikinn á en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn aðeins mínútu síðar með góðu marki.
Fylkir skoraði sigurmarkið fljótlega í seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Fylki.
Gunnar Magnús Jónsson sagði í viðtali við fotbolti.net að það hafi verið skrekkur í Keflavíkurstúlkum að leika í fyrsta sinn í efstu deild en liðið væri ungt og ekki mikil reynsla í hópnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024