Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Fimmtudagur 7. nóvember 2002 kl. 11:13

Skrautleg ferð á Ísafjörð

Fyrir nokkrum árum fór Meistarflokkur UMFG til Ísafjarðar að keppa við KFÍ í úrvalsdeild karla en þetta var á þeim tíma er Jón Kr. Gíslason spilaði þá með liðinu. Allir voru mættir 45 mínútum fyrir brottför, búnir að setja töskurnar fyrir framan innritunarborðið og tilbúnir að innrita sig. Sá sem var með miðana var ekki kominn, en menn voru ekkert að stressa sig þar sem við töldum að þau vissu af okkur á innritunarborðinu. Þau höfðu þá tekið upp á því að selja nokkur sæti sem við áttum og því komust ekki allir með sömu vélinni. Þá var faið í það að redda annari vél til að fara með þá sem komust ekki með áætlunarvélinni. Það var auðvitað rifist um hverjir ættu að fara með þeirri vél og á endanum var aldurinn látinn ráða. Það áttu auðvita allir að komast hvort sem er.

Síðan þegar stóra vélin var lent á Ísafirði þá fréttum við að hin vélin hefði bilað og kæmist ekki. Nú voru góð ráð dýr, þar sem það voru eingöngu fjórir leikmenn, þjálfari, liðstjóri og sjúkraþjálfari með vélinni sem komst alla leið. Þetta hefði verið í lagi þar sem bæði þjálfarinn og liðstjórinn voru frekar sprækir í íþróttinni, en þeir voru ekki skráðir sem leikmenn í UMFG og þar að leiðandi ólöglegir.
Þeir sem gátu spilað leikinn voru leikmennirnir fjórir og liðstjórinn. Við lentum frekar snemma á Ísafirði og því var strax farið í það að athuga hvort einhverjar gamlar hetjur úr körfuboltanum í Grindavík væru í nágrenninu. Þegar komið var upp í íþróttahúsið þá var búið að finna einn sem var í heimsókn á Ísafirði, hann var reyndar komin yfir fertugsaldurinn en engu að síður tilbúinn ef til þurfti. Síðan tókum við allt í einu eftir einum í stúkunni sem var frá Grindavík og var á bát sem var að landa á Ísafirði. Honum var kippt inní búningsklefa og látin fara í búning. Hann samþykkti það með því skilyrði að við pössuðum okkur að fá ekki 5 villur. Fljótlega eftir þetta var flautað til leiks.

Það sem er kannski hvað fyndnast við þetta allt saman er að við unnum þennan leik.

Pétur R. Guðmundsson

VF-SPORT ætlar öðru hvoru að leita til íþróttafólks á Suðurnesjum og fá það til að segja skondnar sögur úr íþróttalífinu. Kannt þú góða sögu. Sendu hana á [email protected]
Bílakjarninn
Bílakjarninn