Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Skráning hafin á fimleikanámskeið
Ungir þátttakendur í fimleikum.
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 11:32

Skráning hafin á fimleikanámskeið

- hjá Fimleikafélagi Keflavíkur


Opnað hefur verið fyrir skráningu á næsta námskeið í Krakkafimleikum, fyrir börn fædd 2009, 2010 og 2011. Námskeiðið er frá 22. mars til 17. maí og kennt er á laugardögum. Hildur María sér um tíma fyrir þau allra yngstu.

Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu á næsta Parkour námskeið, en það hefst 17. mars og verður til 24. maí. Kennt er tvisvar í viku 2 tíma í senn og þálfari er Ísleifur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þá ætlar Fimleikadeild Keflavíkur að vera með fimleikanámskeið fyrir fullorðna. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00 - 22:00. Námskeiðið byrjar 11. mars og verður til 10. maí. Þjálfarar eru Hulda Sif og Brynja.

Mælt er með skráningu sem allra ykkar sem fyrst og hún fer fram hér.

Dubliner
Dubliner