Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Skráning hafin á fimleikanámskeið
Ungir þátttakendur í fimleikum.
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 11:32

Skráning hafin á fimleikanámskeið

- hjá Fimleikafélagi Keflavíkur


Opnað hefur verið fyrir skráningu á næsta námskeið í Krakkafimleikum, fyrir börn fædd 2009, 2010 og 2011. Námskeiðið er frá 22. mars til 17. maí og kennt er á laugardögum. Hildur María sér um tíma fyrir þau allra yngstu.

Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu á næsta Parkour námskeið, en það hefst 17. mars og verður til 24. maí. Kennt er tvisvar í viku 2 tíma í senn og þálfari er Ísleifur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá ætlar Fimleikadeild Keflavíkur að vera með fimleikanámskeið fyrir fullorðna. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00 - 22:00. Námskeiðið byrjar 11. mars og verður til 10. maí. Þjálfarar eru Hulda Sif og Brynja.

Mælt er með skráningu sem allra ykkar sem fyrst og hún fer fram hér.