Skötuveisla barna- og unglingastarfs Reynis/Víðis
Barna- og unglingaráð Reynis/Víðis heldur skötuveislu næstkomandi föstudag í samkomuhusinu i Sandgerði. Skötuveislan er liður í árlegri fjáröflun fyrir börn og unglinga.
Í boði verður saltfiskur, plokkfiskur, siginn fiskur að ógleymdri skötunni og meðlæti.
Hádegishlaðborð verður á milli 11:30 og 14:00, kvöldverðarhlaðborð hefst kl. 17:00 og stendur til 20:00.
Frekari upplýsingar eru á Facebook-síðu Víðis.