Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skotsýning áhorfenda í Keflavík
Ingunn Eva Bjarnadóttir var ein af þeim heppnu í gær. Mynd/Keflavík.is.
Þriðjudagur 18. mars 2014 kl. 16:07

Skotsýning áhorfenda í Keflavík

75% nýting úr stúkunni

Keflavíkurkonur áttu ekki sem bestan dag þegar liðið tapaði fyrir Haukum á heimavelli í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna í gær. Áhorfendur voru hins vegar í stuði en þrjár skyttur fóru heim með ársbyrgðir af Domino's pizzum eftir að hafa sökkt niður langskoti.

Á milli leikhluta fá áhorfendur að spreyta sig í svokölluðu Domino's skoti þar sem verðlaunin eru ársbyrgðir af flatbökunum vinsælu. Eftirtaldir aðilar Ásta Sóllilja Jónsdóttir 17 ára, Ingunn Eva Bjarnadóttir 12 ára og Haraldur Sigurðsson 13 ára, hlutu að launum ársbyrgðir af Domino's pizzum fyrir að setja umrætt skot niður. Að auki var „kassakastið“ framkvæmt í hálfleik og var það ung Keflavíkurmær sem það vann en að launum fékk hún pizzaveislu frá Domino´s.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásta Sóllilja Jónsdóttir.

Haraldur Sigurðsson.

Sigurvegari kassakastsins.

Myndir/Keflavik.is