Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skotæfingar skemmtilegastar
Laugardagur 25. febrúar 2017 kl. 08:00

Skotæfingar skemmtilegastar

Körfuboltasnillingur vikunnar - Ester María Pálsdóttir

Körfuboltasnillingur vikunnar að þessu sinni er Grindvíkingurinn Ester María. Hún er 12 ára og æfir líka fótbolta. Hennar helsta fyrirmynd í körfunni er Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir en þær spila einmitt sömu stöðu. Ester stefnir á að komast í meistaraflokk í framtíðinni.

Nafn: Ester María Pálsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aldur: 12 ára.

Félag: Grindavík.

Æfingar í viku: Ég er á fjórum körfuboltaæfingum og þremur fótboltaæfingum.

Staða á velli: Skotbakvörður.

Markmið í körfubolta: Komast í meistaraflokk.

Skemmtilegasta æfing: Skotæfingar.

Leiðinlegasta æfing: Engin leiðinleg.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona: Petrúnella Skúladóttir í Grindavík.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona NBA: Enginn sérstakur.

Lið í NBA: Los Angeles Lakers.