Skoruðu Valsarar ólöglegt mark?
Keflvíkingar eru á því að fyrra mark Valsmanna í viðureign liðanna í Pepsi-deild karla í gær, hafi aldrei átt að standa. Valsmenn unnu 1-2 sigur en fyrra mark þeirra var nokkuð umdeilt.
Valsmenn skoruðu eftir hornspyrnu sem dómari leiksins hafði látið endurtaka, eftir að Magnús Már Lúðvíksson leikmaður Vals hafði tekið hornspyrnuna og leikið boltanum áfram. Valsmenn héldu því fram að annar leikmaður Vals hafði snert boltann á undan. Á vefsíðu Vísis má sjá markið sem Valsmenn skora eftir að hafa tekið að því er virðist ólöglegt horn áður, en þá hefðu Keflvíkingar með réttu átt að fá óbeina aukaspyrnu. Valsmenn voru að vísu líka ósáttir við að mark Einars Orra skildi standa, en þeir héldu því fram að hann hefði brotið af sér skömmu áður. Sjá má mörkin hér eftir 2:00 mínútur í myndandinu.
Valur átti aldrei að fá að taka hornið. Þeir tóku það vitlaust í upphafi þar sem Maggi Lú snerti hann 2x. Léleg dómgæsla.
— Gummi Steinars (@gummisteinars) July 27, 2014
Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Alvari. Hlutfall rangra ákvarðanna er á merkilega háu leveli. #fotboltinet
— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) July 27, 2014