Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:42

SKORUÐU 64 STIG Í SEINNI HÁLFLEIK

Meistaraefnin,Njarðvíkingar, sýndu “arfaslöku” KR-liði enga miskunn á sunnudag og völtuðu yfir þá 102-65 í leik þar sem Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sýndi hvorki andstæðingunum né eigin liðsmönnum neina miskunn og skipti öllum bekknum inn á ef honum fannst menn ekki vera að leggja sig fram. Þótt lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var fyrri hálfleikur (38-30) jafn og nokkuð spennandi en sterkur varnarleikur Njarðvíkinga í seinnni hálfleik gerði út af við unglingana hjá KR og “reynsluboltarnir” Bow og Vassel virtust með lóð í skónum. Njarðvíkurliðið var mjög jafnt, allir áttu sinn sprett, sterkur tíu manna hópur. “Ég er mjög ánægður með leikinn og við sýndum varnarleik eins og hann gerist bestur. Jason féll vel inn í hópinn og mér líst ágætlega á hann. Ég lagði mikið upp úr því að leikmenn héldu einbeitingunni þrátt fyrir að munurinn væri orðið talsverður, öðruvísi tekur liðið ekki framförum.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024