Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skorar á skipstjóra Njarðvíkurskútunnar í 10 km hlaup
Miðvikudagur 16. júlí 2014 kl. 09:58

Skorar á skipstjóra Njarðvíkurskútunnar í 10 km hlaup

Njarðvíkingar hlaupa fyrir Ölla í Reykjavíkurmaraþoninu

Fjölmargir hlauparar undirbúa sig nú af kappi fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer í ágúst. Körfuboltaþjálfarinn Einar Jóhannsson er einn af þeim en hann hleypur í minningu Örlygs Arons Sturlusonar (Ölla) körfuboltamanns sem lést árið 2000. Njarðvíkingurinn Einar segist hlaupa tvisvar í viku ásamt Örvari Kristjánssyni vini sínum sem einnig ætlar að taka þátt. Einar er þó að æfa 6-8 sinnum í viku en hann segir komandi hlaup hafa gefið sér aukna ástæðu til heilsueflingar.

Á facebook er starfræktur hlaupahópur Ölla þar sem eru 190 skráðir meðlimir. Fjölmargir ætla að taka þátt í hlaupinu en Einar segist hafa heimildir fyrir því að gamlar kempur úr Njarðvík munu hugsanlega dusta rykið af hlaupaskónum og taka þátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég heyrði af því að Argentínumaðurinn Teitur Örlygsson og Þjóðverjinn Friðrik Ingi Rúnarsson væru hugsanlega að æfa fyrir luktum dyrum. Ég hefði gaman af því að keppa við þessa tvo í 10 km hlaupi, það væri lítið mál,“ sagði Einar kokhraustur. „Við Örvar, yngri flokka þjálfarar í Njarðvík skorum hreinlega á þá tvo sem munu stýra Njarðvíkurskútunni næsta vetur,“ en Teitur og Friðrik munu þjálfa Njarðvíkinga næsta tímabil. Einar vildi annars hvetja sem flesta til þess að skrá sig og taka þátt í því að styrkja gott málefni, bæta heilsuna og heiðra minningu góðs drengs í leiðinni.

Framlög renna í minningarsjóð sem hefur verið stofnaður í nafni Ölla. Markmið sjóðsins er að styðja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar en slíkur sjóður er ekki til staðar á hér á landi. Hlauparar í Hlaupahópi Ölla ætla að styrkja Minningarsjóðinn og börn sem minna mega sín á Íslandi og um leið heiðra minningu Ölla.

Hér má styrkja hlaupahóp Ölla

Hlaupahópurinn á facebook