Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:00

SKÖMM AÐ FRAMKOMU KSÍ

Leikur Stjörnunnar og Víðis í síðustu umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu var örlagaríkur fyrir bæði lið en fleiri lið áttu hagsmuna að gæta. Þróttarar úr Reykjavík héldu stöðu sinni deildinni á kostnað Víðismanna, héngu upp á markamun. Jafntefli í Garðabænum hefði fellt Þróttara. Dómari leiksins, Garðar Örn, er Þróttari og vildu leikmenn og forráðamenn Víðis meina að verulega hefði hallað á liðið í leiknum. „Það nær engri átt að láta Þróttara dæma þennan leik og Garðar Örn tók t.a.m af okkur víti í stöðunni 1-0. Jafntefli hefði nægt okkur og fellt Þróttara“ sagði Guðjón Guðmundsson þjálfari Víðismanna. „Ég hyggst fylgja þessu máli eins langt því það ætti að taka af manninum dómararéttindin.“ Guðjón ekki áfram með liðið „Ég kem ekki til með að halda áfram með liðið, get það ekki af persónulegum ástæðum. Það er nauðsynlegt að vel sé haldið utan um knattspyrnuna í Garðinum, getan var til staðar í sumar en af einhverjum ástæðum náði liðið að ekki að sýna sitt rétta andlit. Við nýttum ekki færin nógu vel og vorum alltof gjafmildir í eigin vítateig, vorum að fá á okkur eitt til tvö klaufamörk á leik. Nú á eftir að koma í ljós hvort einhverjir leikmenn yfirgefa liðið fyrir næsta tímabil en það yrði mjög þungbært ef við misstum marga heimamenn frá okkur.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024