Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

  • Skólahreystikrakkar fylltu Reykjaneshöllina
  • Skólahreystikrakkar fylltu Reykjaneshöllina
Föstudagur 24. febrúar 2017 kl. 09:52

Skólahreystikrakkar fylltu Reykjaneshöllina

900 nemendur úr Heiðarskóla og Holtaskóla komu saman

Tæplega 900 nemendur úr Heiðarskóla og Holtaskóla tóku þátt í sérstökum kynningarviðburði fyrir Skólahreysti í Reykjaneshöllinni í gær. Nemendur mynduðu orðið Skólahreysti á risastórum og iðagrænum knattspyrnuvellinum. Þetta var allt tekið upp og myndað í bak og fyrir. Efnið verður nýtt í kynningarstiklu RÚV fyrir þætti um Skólahreysti og í kynningarefni fyrir keppnina.

Nú styttist í að Skólahreysti hefjist að nýju en keppnin byrjar í mars. Fyrsta keppnin fer fram 14. mars en skólarnir á Suðurnesjum taka þátt í  3. keppninni sem fer fram 22. mars í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Skólarnir í Reykjanesbæ hafa verið afar sigursælir í keppninni í gegnum árin eins og kunngt er.
 

Public deli
Public deli