Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skólahreysti: Heiðarskóli vann í sínum riðli
Föstudagur 13. febrúar 2009 kl. 09:12

Skólahreysti: Heiðarskóli vann í sínum riðli



Lið Heiðarskóla gerði góða hluti í Skólahreysti í gær, sigraði í sínum riðli og er komið áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður í lok apríl. María Ása Ásþórsdóttir setti nýtt Íslandsment í armbeygjum. Hún gerði 77 slíkar en gamla metið var 67.
Heiðarskóli keppti í þriðja riðli ásamt öðrum skólum úr Reykjanesbæ og skólum úr Hafnarfirði. Í keppnisliði Heiðarskóla voru Soffía Klemenzdóttir, Eyþór Ingi Einarsson, María Ása Ásþórsdóttir og Guðni Már Grétarsson.
----


Mynd/www.heidarskoli.is – Sigursælt keppnislið Heiðarskóla. Fleiri myndir frá keppninni eru á heimasíðu skólans, www.heidarskoli.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á ljósmyndasíðu Dags Brynjólfssonar er einnig hægt að skoða ljósmyndir frá keppninni, smellið hér.