Skólahreysti að fara af stað
Suðurnesjamenn eiga titil að verja
Fyrsti riðill af tíu í Skólahreysti fer fram á morgun þann 3. mars í í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þar takast á grunnskólar af Reykjanesi og úr Hafnarfirði. Keppnin hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 18:00.
Skólar úr Reykjanesbæ hafa verið sigursælir í keppninni undanfarin ár. Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í fjórða sinn á síðustu fimm árum í fyrra, en grunnskólar úr Keflavík hafa sigrað síðustu sex ár þar af Heiðarskól tvisvar.