Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skipulag og vinnusemi skilar þremur stigum á morgun
Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson eru í landsliðinu.
Föstudagur 1. september 2017 kl. 16:17

Skipulag og vinnusemi skilar þremur stigum á morgun

Landsleikur Íslands og Finnlands í knattspyrnu verður erfiður að sögn landsliðsmannsins Arnórs Ingva Traustasonar. Leikurinn fer fram kl. 16 á morgun í Finnlandi.

Arnór segir stemninguna í hópnum mjög góða. „Það er alltaf gaman að hitta strákana þegar landsliðið kemur saman. Síðustu dagar hafa verið mjög fínir. Við skelltum okkur á körfuboltaleik Íslands gegn Grikklandi í gær og það var mikil skemmtun,“ segir hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Finnar hafa nú bætt nokkrum öflugum leikmönnum í hópinn og segir Arnór þá líklegast vera í hefndarhug eftir fyrri leikinn í Reykjavík, sem Íslendingar unnu 3:2 eftir tvö mörk í uppbótartíma. „Við þurfum að gera betur gegn þeim og ætlum okkur það. Skipulag og vinnusemi mun skila þremur stigum á morgun.“