Skipt á Gunnleif og Bjarka
Keflavík og KR gengu formlega frá skiptum á markvörðunum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Bjarka Guðmundssyni. Gunnleifur kemur til Keflavíkur en Bjarki fer í Vesturbæinn. Skipti þeirra eru þó misjöfn. Gunnleifur sem var varamarkvörður KR verður aðalmarkvörður Keflavíkur en Bjarki mun keppa um markavarðastöðuna í KR við Kristján Finnb ogason. ÍRB leigir HöllinaReykjanesbær og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar hafa gert með sér tímabundinn leigusamning á Reykjaneshöllinni. Samningurinn tók gildi 18. janúar s.l. en rennur út 31. maí n.k. og verður þá endurskoðaður. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar greiðir Reykjnesbæ 4900 kr. á klukkustund fyrir hálfan völl.2. flokkur í 2. sæti 2. flokkur Keflavíkur gekk betur en úrvalsdeildarliði Keflavíkur í Íslandsmótinu í innanhússknappstyrnu á dögunum. 2. flokkurinn lék til úrslita gegn Fram og tapaði 1:3. Tvo af bestu leikmönnum Keflavíkur vantaði en í Reykjavíkurmótinu fyrir skömmu þar sem Keflavík var gestalið lágu Framarar gegn Keflvíkingum.Verður Landsmót UMFÍ 2004 í Reykjanesbæ?Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur hefur sótt um að halda Landsmót UMFÍ 2004. Um mitt síðasta sumar var óskað eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Landsmóts UMFÍ og skilafrestur umsókna var 31. desember 1999. Fjórir aðilar sóttu um að halda mótið að þessu sinni. Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands 28.-29. janúar 2000 voru teknar fyrir þær umsóknir sem bárust og innan skamms munu hefjast viðræður við þá aðila og þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvar mótið verður haldið. Næsta Landsmót verður haldið á Egilstöðum dagana 12.-15. júlí 2001.