Íþróttir

Skin og skúrir í Maltbikarnum
Sunnudagur 10. desember 2017 kl. 17:47

Skin og skúrir í Maltbikarnum

- Sigur og tap Keflavíkurliðanna

Nokkrir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Maltbikarsins í dag. Í TM höllinni í Keflavík kepptu bæði kvenna og karlalið Keflavíkur.

Kvennalið Keflavíkur mætti 1. deildar liði KR og unnu heimastúlkur sannfærandi tuttugu stiga sigur og voru lokatölur leiksins 99-79, þær eru því komnar í fjögurra liða úrslit Maltbikarsins. Brittanny Dinkins var stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Karlalið Keflavíkur mætti Haukum og var leikurinn hnífjafn framan af en Haukar voru sterkari á lokasprettinum og eru því komnir í fjögurra liða úrslit, lokatölur leiksins voru 74-83 fyrir Haukum. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur var Guðmundur Jónsson með 22 stig.

Stigin: Guðmundur Jónsson 22/7 fráköst, Stanley Earl Robinson 17/10 fráköst, Ágúst Orrason 13, Reggie Dupree 8/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7, Magnús Már Traustason 3/5 fráköst, Hilmar Pétursson 2, Daði Lár Jónsson 2/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0/8 fráköst, Arnór Sveinsson 0, Andri Daníelsson 0.
Haukar: Finnur Atli Magnússon 25/10 fráköst, Emil Barja 16/8 fráköst, Kári Jónsson 16/6 fráköst/9 stoðsendingar,

Á þriðjudaginn verður síðan dregið um það hvaða lið mætast í fjögurra liða úrslitum.

Svolítið dæmigerð mynd úr leiknum, Guðmundur Jónsson reynir að berjast í gegnum vörn Hauka en er tekinn föstum tökum. Mikil barátta í Haukamönnum.